komið þér sælar
Kemur þú inn
allt verður bjart
Ég finn púlsinn
átjánfaldast
Finn mig knúinn
tel í mig kjark
Vona og trúi
að ég hitti í mark
Komið þér sælar
Hvernig ertu?
Segðu mér hvernig er það að vera svona fæn
Komið þér sælar
og blessuð!
Ekki ertu laus og liðug og til í eitthvað næs,
eitthvað næs
Þú bara veist af því
Mér finnst þú meistari
Ég er með þig á heilanum
Þegar ég loksins þorði
forðaði sér orðaforðinn
orðinn tómur, engin orð
Það sem ég sagði lagði
ég samt ágætlega á borð
Núna upp með þér
færist upp að mér
þvílíkt lífsviðhorf
Núna ég finn
Húmorinn þinn
er þú býður mér um borð
Komið þér sælar
Hvernig ertu?
Segðu mér hvernig er það að vera svona fæn
Komið þér sælar
og blessuð!
Ekki ertu laus og liðug og til í eitthvað næs,
eitthvað næs
Þú bara veist af því
Mér finnst þú meistari
Ég er með þig á heilanum
Ég finn að ég er í sóninu
Við slökum í Bláa lóninu
Ég var að smíða kórónu
Já ég lærði gullsmíði
því ég vil hún prýði þig
Komið þér sælar
Hvernig ertu?
Segðu mér hvernig er það að vera svona fæn
Komið þér sælar
og blessuð!
Ekki ertu laus og liðug og til í eitthvað næs,
eitthvað næs
Þú bara veist af því
Mér finnst þú meistari
Ég er með þig á heilanum
Á heila og hálfa tímanum
Það eina sem ég hugsa um
Lag og texti: Jón Jónsson