Gæti þín

Ef þú villist á lífsins stræti
þá ég mæti
og gæti þín.

Þó svo tárið þinn vanga væti
þá ég mæti
og gæti þín.

Þó sorgin þung kunni að sigra kæti
þá ég mæti
og gæti þín.

Skorti tilveruna réttlæti
þá ég mæti
og gæti þín.

Ég mæti ár og síð,
ég þín gæti alla tíð.

Ef gleði þín stendur höllum fæti
þá ég mæti
og gæti þín.

Sértu mín, þá er vonarglæta
Ég mun mæta
og gæta þín.

 

Lag og texti: Jón Jónsson