Ef ástin er hrein

Þú falsar ekki kærleikann
Hann endurspeglar sannleikann
Hið sanna sést í augunum
Þau hörfa ef í huganum
leynist fræ af efasemd
og burðast þú með sektarkennd
Svo tölum bæði’ af hreinskilni
Við lesum ekki hugsanir

En ef ástin er hrein
Ratar hamingjan heim
Birtir til yfir okkur tveim
Já, ef ástin er hrein
Þá er aldrei of seint
Því að hjartað vísar leið

Það stjórnar enginn stefinu
sem bergmálar í brjóstinu
Það efast allir einhvern dag
Við vitum bæði allt um það
Lofir þú að hlusta’ á mig
augliti til auglitis
finnum við í friði’ og ró
saman okkar eigin hljóm

En ef ástin er hrein
Ratar hamingjan heim
Birtir til yfir okkur tveim
Já, ef ástin er hrein
Þá er aldrei of seint
Því að hjartað vísar leið

Lag: Jón Jónsson
Texti: Jón Jónsson & Einar Lövdahl Gunnlaugsson